Nýr vefur EFLU tilnefndur til verðlauna

14.03.2024

Fréttir
Auglýsing fyrir vefverðlaunin.

Nýr alþjóðlegur vefur EFLU, efla-engineers.com, sem opnaður var í október á liðnu ári hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2023. Vefurinn er tilnefndur í flokki Fyrirtækjavefja fyrir stór fyrirtæki.

Talar fyrir samstæðuna

„Við lögðum mikla vinna í að gera veglegan og innihaldsríkan alþjóðlegan vef sem talaði vel fyrir EFLU og yki trúverðugleika fyrirtækisins um allan heim. Við erum mjög stolt af útkomunni og ekki síður að hafa hlotið þessa tilnefningu. Hún styrkir okkur í þeirra trú að við erum á réttri leið með okkar vefi,” segir Kristín Gunnarsdóttir, fyrirliði markaðsteymis EFLU.

Þetta er í fyrsta skipti sem EFLA opnar vef sem er sérstaklega hugsaður fyrir alþjóðlegan markað. Áður hafði þessi vefur verið hugsaður til að kynna á enskri tungu þjónustu og verkefni EFLA á Íslandi. Þegar ráðist var í að gera nýja vefi fyrir EFLA samstæðuna var ljóst að það þyrfti vef sem talaði fyrir samstæðuna alla og væri hugsaður fyrir alþjóðlegan markað. Þar að auki verða vefir sem tala fyrir hvert fyrirtæki innan samstæður á viðeigandi tungumáli.

Verðlaunin verða afhent föstudaginn 15. mars í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Alls eru um 50 verkefni tilnefnd í ellefu mismunandi flokkum.