Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2015

17.02.2015

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur tilnefnt 5 verkefni til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2015 og er verkefnið "Íslenskir þjóðstígar": Stefnumótun um gönguleiðir á Íslandi þar á meðal.

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2015

Verkefnið vann Gísli Rafn Guðmundsson undir leiðsögn Ólafs Árnasonar, fagstjóra Skipulagsmála og Björns Jóhannssonar umhverfisstjóra Ferðamálastofu.

Viðfangsefni verkefnisins var að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi (e. National Footpaths) en innan þess yrðu vinsælustu gönguleiðir landsins.

Verkefnið var þriggja mánaða rannsóknarverkefni sem unnið var af Gísla Rafni Guðmundssyni útskriftarnema í borgarhönnun við Háskólann í Lundi.

Þess ber að geta að Gísli Rafn hefur áður hlotið nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands, með verkefni sínu um Hjólaleiðir á Íslandi. Það verkefni var unnið af þeim Gísla og Evu Dís Þórðardóttir, sem nú er starfsmaður Skipulagssviðs EFLU. Leiðbeinendur þeirra við það verkefni voru Ólafur Árnason og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir hjá EFLU verkfræðistofu.