Nýtt leiðanet SVA í mótun

13.11.2020

Fréttir
A graphic showing a city bus scene with people waiting at a bus stop, a woman walking by with a dog

EFLA er ráðgjafi vegna endurskipulagningar á nýju leiðaneti strætisvagna á Akureyri. Mynd: Akureyrarbær.

Unnið er að því að endurskipuleggja leiðanet Strætisvagna Akureyrar með það fyrir augum að bæta þjónustuna og fjölga farþegum. Áhersla er lögð á samráð við íbúa bæjarins til að móta hugmyndir. EFLA ásamt Strætó eru ráðgjafar verkefnsins og starfa í vinnuhópi með starfsfólki Akureyrarbæjar og fulltrúa notenda á Akureyri.

Fyrstu tillögur að nýju leiðaneti SVA

Fyrstu hugmyndir að nýju leiðaneti byggja á leiðarljósum um aukna tíðni, beinni leiðir og styttri ferðatíma. Auk þess er lögð áhersla á að leiðanetið tengist miðbæ, skólum, frístundastarfsemi og helstu atvinnukjörnum. Kostnaður við rekstur SVA á að haldast óbreyttur við þessar breytingar, en markmiðið er að nýta fjármuni betur með því að þjóna betur núverandi þjónustusvæði og höfða til fleiri notenda.

Kynningarfundur og samráð við íbúa

Nú stendur yfir samráð við íbúa til að móta fyrstu hugmyndir að nýju leiðaneti og var staðið að kynningarfundi um daginn.

Upptaka að fundi

Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast á vefsíðu Akureyrarbæjar.

A map of public transportation network

Tillögur að nýju leiðaneti voru kynntar á samráðsfundi. Hægt er að smella á mynd til að sjá hana stærri. Mynd: Akureyrarbær.