Nýtt öryggisskilti í Reynisfjöru

06.10.2016

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Annað öryggisskilti verður sett upp í Reynisfjöru í dag en fyrra skilti var sett upp í fjörunni þann 25. febrúar síðastliðinn.

Nýtt öryggisskilti í Reynisfjöru

Nýja skiltið kemur í kjölfar vinnu við áhættumat eftir slys sem varð í Reynisfjöru þegar erlendur ferðamaður drukknaði þar 10. febrúar síðastliðinn. Einu sinni áður hefur orðið banaslys á ferðamanni í fjörunni þegar kona drukknaði þar árið 2007.

Áhættumatið er unnið á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Lögreglunnar á Suðurlandi. Áhættumatið er framkvæmt af EFLU verkfræðistofu sem einnig sá um hönnun öryggisskiltisins. Uppsetning skiltanna og merkinga á staðnum er kostað af Svörtu Fjörunni, veitingastað í Reynisfjöru.

Við hönnun skiltisins var haft samband og samráð við ýmsa aðila s.s. Landsbjörgu, SafeTravel, Vegagerðina (strandverkfræðing), grafíska hönnuði og landeigendur. Skiltið er hluti af margvíslegum öryggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru og miðast að því að upplýsa, að gestir séu meðvitaðir um aðstæður og hvað ber að varast á svæðinu. Með nýja skiltinu kveður við nýja hugsun í útfærslu varnaðarskilta þar sem skýringar og myndræn framsetning eru notaðar til að fanga athygli og koma upplýsingum á framfæri. Þannig áttar sá sem gengur fram hjá skiltinu á þeim upplýsingum er snúa að hættu og getur jafnframt aflað sér nánari vitneskju um aðstæður þegar skiltið er skoðað gaumgæfilega.

Hönnun skiltanna í Reynisfjöru og áhættumatið getur nýst við samræmingu bæði varðandi öryggismál á ferðamannastöðum og hættuskilta kringum landið.