Nýlega var haldið námskeið varðandi sjálfbærar ofanvatnslausnir hjá Endurmenntun HÍ. Það var vel sótt og áttu flestar verkfræðistofur landsins fulltrúa á námskeiðinu. Einnig voru arkitektar, tæknimenn og skrúðgarðyrkjumenn áberandi hluti af þátttakendum.
Ofanvatnslausnir: Námskeið EHÍ
Með sjálfbærum ofanvatnslausnum er átt við ýmsar lausnir við meðhöndlun ofanvatns af götum, stígum, húsþökum og öðrum þéttum flötum með umhverfisvænum og sjálfbærum hætti í stað þess að leiða það ómeðhöndlað í næsta viðtaka.
Á námskeiðinu var ýmsum lausnum gerð skil, bæði mismunandi markmiðum með þeim sem og tæknilegri útfærslu þeirra.