Öryggisáhættugreining vegna handritasýningar

04.04.2014

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

EFLA var fengin til að gera öryggisúttekt vegna handritasýningar á Landnámssýningu, en mikil áhersla er á öryggismál vegna handrita, þar sem um mestu gersemar þjóðarinnar er að ræða.

Öryggisáhættugreining vegna handritasýningar

EFLA hefur áður séð um öryggisúttektir og hönnun öryggis vegna geymslu- og sýninga handritanna hérlendis og erlendis og búa yfir mikilli reynslu í öryggishönnun.

EFLA nálgast öryggishönnun með aðferðarfræði áhættugreininga, en fyrirtækið hefur þróað þá aðferðafræði á síðustu árum. Aðferðin gefur betri mynd af raunverulegri áhættu og því hagkvæmari lausnir varðandi varnir. Gerð var kostnaðaráætlun vegna heildstæðra öryggisvarna, bæði vegna breytinga á húsnæðinu og tæknilegra kerfa.

Verkefnastjóri var Böðvar Tómasson, fagstjóri bruna- og öryggissviðs, en einnig kom að verkinu Þórir Helgi Helgason öryggisráðgjafi.