Rafeldisneyti og orkuskipti – fyrirlestur á Bransadögum

11.11.2022

Fréttir
Aa man is seated on an armchair with a laptop on the table next to him, set against a backdrop of  wooden slat wall

Jón Heiðar Ríkharðsson, vélaverkfræðingur hjá EFLU, hélt fyrirlestur um rafeldsneyti og orkuskipti á Bransadögum sem Iðan fræðslusetur stóð fyrir.

Rafeldisneyti og orkuskipti

Rafhlöður muna eiga stóran sess í orkuskiptum hér á landi en í einhverjum tilfellum þarf að horfa til annara lausna og þar kemur rafeldsneytið til sögunnar.

Rafeldsneyti er samheiti yfir eldsneyti sem hefur vetni sem aðalorkubera en skilyrði er að það sé framleitt með endurnýjanlegri orku. Mikill munur er á stöðu þjóða þegar kemur að orkuskiptum, og því mun rafeldsneyti leika stórt hlutverk ef horft er t.d. til stáliðnaðar, sementsframleiðslu og áburðarframleiðslu erlendis þar sem í dag er notað kol og brúnt vetni.

Hér heima er notkunarmöguleikarnir í stærri faratækjum eins og flutningabílum, skipum og flugvélum. Ísland gæti mögulega farið í að framleiða rafeldsneyti í meira mæli , jafnvel til útflutnings en er það arðbært?

Bransadagar eru viðburður þar sem boðið var upp á stafrænt hlaðborð fyrirlestra frá innlendum og erlendum sérfræðingum í sjálfbærni og umhverfismálum í iðnaði.

Hægt er að hlusta á fyrirlesturinn hér fyrir neðan.

Hér er svo hægt að nálgast glærur fyrirlestrarins.