Rafeldsneyti og hlutverk þess í orkuskiptunum

11.04.2022

Fréttir
A man in a suit with subtle smile against a background featuring an abstract circular shapes

Jón Heiðar Ríkharðsson, vélaverkfræðingur hjá EFLU, var fyrir stuttu gestur í hlaðvarpinu Augnablik í iðnaði hjá Iðunni fræðslusetri. Þar ræddi hann um rafeldsneyti og hlutverk þess í orkuskiptunum, en hann hefur unnið greiningar á sviði framtíðarlausna í orkuskiptum.

Rafeldsneyti og hlutverk þess í orkuskiptunum

Í hlaðvarpinu kemur Jón Heiðar inn á ýmislegt varðandi virkni rafeldsneytis og uppsprettu þess. „Það er skilyrði að vetnið sé rafgreint með rafmagni og að það rafmagn sé framleitt með endurnýtanlegri orku, vindorku, vatnsorku eða sólarorku,“ segir Jón Heiðar.

Varðandi hlutverk þess í orkuskiptum segir Jón Heiðar að það sé mikill munur á því hvort verið sé að tala um iðnaðarþjóðir eða ekki. Til að mynda séu orkuskiptin komin miklu lengra hér á landi m.a. í iðnaði og húshitun. „Erlendis er því miklu meiri þörf fyrir rafeldsneyti eins og t.d. ef við horfum á stáliðnað, sementsframleiðslu og áburðaframleiðslu sem eru í dag að nota kol og brúnt vetni,“ segir hann.

Jón Heiðar fer um víðan völl í hlaðvarpinu, þ.á.m. framleiðslu rafeldsneytis hér á landi, raforku á Íslandi, hvaða svæði eru best til þess fallin að sinna framleiðslu og hvort staða Íslands sé hagkvæm varðandi þjónustu í tengslum við flugsamgöngur og rekstrarlegan grundvöll framleiðslu rafeldsneytis.

Þetta áhugaverða spjall má finna á vefsíðu Iðunnar.