Rafræn umhverfisskýrsla Landsvirkjunar

23.09.2014

Fréttir

EFLA verkfræðistofa hefur frá árinu 2006 aðstoðað við gerð umhverfisskýrslu Landsvirkjunar og hefur unnið að gagnaúrvinnslu og textagerð og síðan 2010 einnig séð um rýni skýrslunnar.

Rafræn umhverfisskýrsla Landsvirkjunar

Í sumar kom út umhverfisskýrsla Landsvirkjunar fyrir árið 2013 og var í fyrsta skipti eingöngu gefin út á rafrænu formi. Skýrslan í ár er sú umfangsmesta sem Landsvirkjun hefur gefið út enda bíður rafræn framsetning gagna upp á víðtæka möguleika þar um. Markmið rafrænnar útgáfu er að auka aðgengi almennings að upplýsingum sem snúa að umhverfismálum fyrirtækisins.

Landsvirkjun er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO 14001. Fyrirtækið hefur markað sér umhverfisstefnu og leggur áherslu á að greina umhverfisáhrif starfseminnar og draga markvisst úr þeim. Útgáfa skýrslunnar er liður í að kynna stefnu og árangur Landsvirkjunar í umhverfismálum á opinberum vettvangi. EFLA hefur verið einn af aðalráðgjöfum Landsvirkjunar varðandi umhverfisstjórnun fyrirtækisins.

Skýrsluna má nálgast á http://umhverfisskyrsla2013.landsvirkjun.is/