Rammasamningur við sveitarfélagið Hamar í Noregi

11.06.2021

Fréttir
An aerial view of a coastal town with dense buildings and stadium near the water's edge

Hamar

EFLA hefur verið staðfest sem aðili að rammasamning að verðmæti 600 milljón kr fyrir skipulags- og hönnunarþjónustu í sveitarfélaginu Hamar. Allar stærstu verkfræðistofur Norðurlandanna buðu í samninginn.

Há einkunn og staðfesting á gæðum

EFLA og samstarfsaðilar í útboðinu skoruðu hátt og mjög hátt þegar kom að gæðum. Útboðið var í samkeppni við 15 önnur tilboð, þar á meðal allar stærstu verkfræðistofur Norðurlandanna. Einungis 5 útboðshópar voru valdir og munu deila með sér 40 milljóna n.kr. verkefnapott, sem jafngildir tæplega 600 milljónum íslenskra króna.

Samningurinn tekur til þarfa fyrir skipulags- og hönnunarþjónustu í Hamar í tengslum við væntanlegar byggingar- og byggingarframkvæmdir sveitarfélagsins til næstu 2-4 ára. Í Hamar eru yfir 30.000 íbúar og þar er staðsettur þekktur víkingaskipa-leikvangur sem var byggður fyrir vetrarólympíuleikanna 1994.

Áframhaldandi jákvæð þróun fyrir EFLU

EFLA hlaut nýverið rammasamning í samgöngumálum við sveitarfélagið Vestfold og Telemark, sem staðsett er í suðurhluta Noregs með um 420 þúsund íbúa.

Þessir tveir rammasamningar eru frekari staðfesting á mikilli fagþekkingu og sérhæfðri reynslu sem starfsfólk EFLU á Íslandi og í Noregi býr yfir þegar kemur að verkefnastjórnun, ráðgjöf og hönnun samgöngumannvirkja.