Rannsóknarverkefni hjá EFLU

11.04.2016

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Rannsóknir og nýsköpun eru mikilvægur og sífellt vaxandi þáttur í starfsemi EFLU. Virk þátttaka í rannsóknum er partur af því að vera í fararbroddi á sviði tækni og vísinda.

Rannsóknarverkefni hjá EFLU

Nýlega var úthlutað úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar og Nýsköpunuarsjóði námsmanna sem styrktu fjölda verkefna sem nú er verið að vinna að hjá EFLU.

Verkefnin eru eftirfarandi:

- Vistferilsgreining fyrir íslenska stálbrú

- Ástand spennikapla í steyptum brúm

- Forviðvörun bruna í jarðgöngum

- Endurvinnsla steypu í burðarlög vega

- Styrkingarmöguleikar burðarlags núverandi vega - framhald

- Yfirborðsmerkingar ending og efnisnotkun

- Hálka á nýlögðu malbiki

- Kortlagning þarfar á salernisaðstöðu meðfram þjóðvegum Íslands ? framhaldsverkefni

- Endurheimt sprengigígasvæðis Rauðhóla

Ásamt ofangreindu vinnur EFLA að fjölda annarra rannsóknaverkefna fyrir viðskiptavini sem og eigin rannsóknar og þróunarverkefni. Má þar nefna notkun róbóta í raforkukerfum, nýjir möguleikar á notkun örtölva og mælitækni og hagkvæmni á hraðlest frá Keflavík til Reykjavíkur.