Rekstrarsvið EFLU leitar að bókara

19.09.2017

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Ert þú hárnákvæmur bókari? Við erum að leita að öflugum bókara á rekstarsvið EFLU.

Rekstrarsvið EFLU leitar að bókara

Bókari í reikningshald, verkbókhald og reikningagerð

EFLA leitar að öflugum starfsmanni á rekstarsvið fyrirtækisins. Starfið felur í sér vinnu við fjárhagsbókhald, reikningagerð, verkbókhald, afstemmingar og önnur störf er snúa að bókhaldi. Starfið krefst nákvæmni og sjálfstæðra vinnubragða sem og hæfni til að starfa í hóp.

Hæfniskröfur

  • Viðurkenndur bókari og/eða hagnýt reynsla af bókhaldsstörfum
  • Haldgóð þekking á fjárhags- og verkbókhaldi
  • Góð þekking á Navision
  • Góð þekking á Microsoft Excel
  • Nákvæm vinnubrögð og vandvirkni
  • Þjónustulipurð og samstarfshæfni

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum vefsíðu EFLU , fyrir 1. október næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 412 6000 eða job@efla.is