Reynir Sævarsson, fyrirliði viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá EFLU, verður með erindi á morgunfundi Skipulagsstofnunar um skipulagsmál og náttúruvá fimmtudaginn 2. maí klukkan 9:00-11.00. Morgunfundurinn fer fram í húsakynnum Skipulagsstofnunar og verður einnig sendur út á Teams.
Fjölmörg umfjöllunarefni
Reynir mun fjalla um vernd innviða og viðbrögð við eldsumbrotum á Reykjanes með áherslu á samtengingar hitaveitukerfa til aukins orkuöryggis. Hann hefur unnið mikið að áskorunum í þessum málaflokki frá því jarðhræringar hófust á Reykjanesi og þá sérstaklega undanfarin misseri eftir að upptök eldgosanna færðust nær Grindavík.
Auk Reynis munu eftirfarandi aðilar flytja erindi á fundinum: Ólafur Árnason frá Skipulagsstofnun heldur opnunarávarp, Sigrún Karlsdóttir frá Veðurstofu Íslands, fjallar um stöðu vinnu við mat á náttúruvá, Bergrún Arna Óladóttir frá Veðurstofu Íslands talar um eldfjallavá og hættumat henni tengt og tekur hún dæmi frá Reykjanesskaga, Hafsteinn Pálsson frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu segir frá stefnumörkun um áhættumat vegna náttúruvár og Jón Kjartan Ágústsson frá SSH fjallar um sjónarhorn sveitarfélaga þegar kemur að skipulagi í skugga náttúruvár.
Nánari upplýsingar um morgunfundinn er að finna á vefsíðu Skipulagsstofnunar.