Sæmundur kynnti skýrslu á Viðskiptaþingi

13.02.2023

Fréttir
A man is speaking at a lectern with a presentation screen in the background displaying the words "ORKULAUS/N/A"

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, kynnir skýrslu orku-, umhverfis- og sjálfbærnihóps á Viðskiptaþingi.

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU og formaður orku-, umhverfis- og sjálfbærnihóps Viðskiptaráðs, kynnti skýrslu hópsins á Viðskiptaþingi 9. febrúar sl.

Sæmundur kynnti skýrslu á Viðskiptaþingi

Í skýrslunni er fjallað um stöðuna í orkumálum hérlendis, það sem vel hefur verið gert að undanfarna áratugi og þau tækifæri sem blasa við, en einnig hindranir sem íslenskt samfélag og atvinnulíf stendur frammi fyrir á komandi árum og áratugum.

Í erindi Sæmundar kom fram að loftlagsváin væri stærsta og brýnasta verkefni sem mannkyn stendur frammi fyrir og að tíminn ynni ekki með okkur þar. Þrátt fyrir það væri ástæða til bjartsýni, ekki síst vegna þeirrar einstöku stöðu sem Ísland væri í. Landið búi yfir gnótt endurnýjanlegra orkuauðlinda og sé langt á undan öllum öðrum þjóðum í nýtingu grænnar orku.

Sæmundur sagði jafnframt að Íslendingar væru því í dauðafæri að verða undanfarar og leiðandi í nýtingu grænnar orku. En þrátt fyrir háleit markmið stjórnvalda um að draga úr kolefnislosun og hætta notkun jarðefnaeldsneytis er lítið að gerast í virkjanamálum og áhöld um hvort markmiðin náist. Ljóst sé að auka verði verulega við raforkuframleiðslu á komandi árum og áratugum ef markmiðn eigi að nást.

Leiðandi á Íslandi

EFLA hefur í gegnum tíðina komið að fjölda orkutengdra verkefna og hefur jafnframt verið leiðandi á Íslandi við gerð orkuspáa, greininga, nýtingu grænnar orku og útfærslu aðferða til að fylgjast með og draga úr kolefnislosun.

Sæmundur sagði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi að tími aðgerða í loftlagsmálum væri runnin upp. Íslendingar þyrftu að þora að velja hagkvæmustu og bestu orkukostina og hefja framkvæmdir nú þegar, við mættum einfaldlega engan tíma missa.

Hægt er að lesa skýrsluna á vef Viðskiptaráðs.

Hægt er að lesa skýrsluna á vef Viðskiptaráðs.Um EFLU