Sæmundur lætur af störfum hjá EFLU

07.07.2025

Fréttir
Sæmundur

Eftir fjögurra ára starf hefur Sæmundur Sæmundsson ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri EFLU en hann hefur leitt fyrirtækið til mikils vaxtar eins og uppgjör fyrirtækisins undanfarin ár sýna svart á hvítu.

Sæmundur hefur talið nauðsynlegt að ráðast í breytingar á skipuriti og stjórnun innan samstæðunnar og taldi rétt, í ljósi ólíkrar sýnar á þær breytingar, að stíga til hliðar. 

Starfsfólk EFLU þakkar Sæmundi kærlega fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.