Samfélags- og samgönguverkefni kynnt á ráðstefnu

07.11.2019

Fréttir
A large audience facing a speaker who is presenting in front of a large screen

Kristinn Örn Björnsson, vélaverkfræðingur hjá EFLU, hélt erindi um hljóðgjöf bifreiða.

Rannsóknir og nýsköpun gegna mikilvægu hlutverki hjá EFLU og meðal þess sem hefur verið unnið er að eru rannsóknaverkefni sem hlutu styrk úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Samfélags- og samgönguverkefni kynnt á ráðstefnu

Árlega heldur Vegagerðin rannsóknaráðstefnu þar sem verkefni sem hafa hlotið styrk úr rannsóknasjóð eru kynnt og sagt frá helstu niðurstöðum þeirra. EFLA hlaut styrk úr sjóðnum á síðasta ári og vann að 6 verkefnum í tengslum við samfélags- og samgöngumál. Á ráðstefnunni, sem fór fram í Hörpu föstudaginn 1. nóvember, kynntu fimm starfsmenn EFLU niðurstöður verkefnanna á ráðstefnunni.

Headshot of a woman

Þorbjörg Sævarsdóttir.

Þorbjörg Sævarsdóttir

Þorbjörg Sævarsdóttir, byggingarverkfræðingur, fjallaði um endurnotkun, endurnýtingu og endurvinnslu frálagsefna í vegagerð. Skoðaðir voru mismunandi úrgangsflokkar, en samantektin gefur til kynna að tækifæri séu á Íslandi til að nýta gler, gúmmi, plast, malbik og steypu.

Ágrip

Headshot of a woman

Berglind Hallgrímsdóttir.

Berglind Hallgrímsdóttir

Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur, kynnti niðurstöður um tíðni aksturs gegn rauðu ljósi með myndbandsgreiningu við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar. Helstu niðurstöður gáfu til kynna að 0,09 ökumenn fari yfir á rauðu ljósi í hverjum umferðarfasa og 0,5 ökumenn hafi verið á stöðvunarlínu þegar rautt ljós kviknar á umferðarljósinu.

Ágrip

Headshot of a woman

Halla Katrín Svölu- og Arnardóttir.

Halla Katrín Svölu- og Arnardóttir

Halla Katrín Svölu- og Arnardóttir, byggingarverkfræðingur, fór yfir greiningar á kerfum og vinnuumhverfi í vaktstöð Vegagerðarinnar með aðferðafræðinni CRIOP (Crisis Intervention and Operability Analysis). Tilgangurinn er að skoða hver staðan er á gæðakerfi, verkferlum, vinnulýsingum í vaktstöð, þjálfun og hæfni starfsmanna. Ásamt því að skoða hvernig fjarstýring kerfanna er skilgreind og varin fyrir utanaðkomandi aðgangi. Markmið verkefnisins er að bæta aðstöðu, vinnuumhverfi og kerfi starfsmanna vaktstöðvar til að auka hæfni þeirra til að takast á við allar aðstæður og aðgerðir sem sinna þarf.

Ágrip

Headshot of a man

Kristinn Örn Björnsson.

Kristinn Örn Björnsson

Kristinn Örn Björnsson, vélaverkfræðingur, kynnti niðurstöður á mælingum á hljóðgjöf frá sambærilegum bifreiðum með mismunandi aflgjafa, þ.e. bensín-, dísel- og rafbílar. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að hljóðstig frá rafbílum sé aðeins lægra við lágan ökuhraða. Við 15 km/klst mældist hljóðstig frá rafbílnum 3-4 dB lægra. Þegar horft er til ökuhraða á bilinu 30-90 km/klst mældist almennt lítill munur á hljóðstigi frá bifreiðunum þremur. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hávaðaáraun frá umferð breytist ekki mikið með aukinni innleiðingu rafbíla.

Ágrip

Headshot of a woman

Eva Dís Þórðardóttir.

Eva Dís Þórðardóttir

Eva Dís Þórðardóttir, skipulagsfræðingur, sagði frá niðurstöðum á rýni á aðferðafræði, við að meta samfélagsleg og hagræn áhrif samgönguframkvæmda. Slík aðferðafræði er tvíþætt; annars vegar er um að ræða arðsemismat, þar sem oft er stuðst við hefðbundna kostnaðar- og ábatagreiningu þar sem þættir eru verðlagðir. Hins vegar er gert mat á samfélagsáhrifum, þar sem teknir eru fyrir þættir sem erfitt eða ómögulegt er að verðleggja. Saman mynda þessi tvö aðskildu matsferli grunn til þess að líta heilsteypt á samfélags og hagræn áhrif samgönguframkvæmda.

Ágrip

Jóhanna Helgadóttir.

Þá kynnti Jóhanna Helgadóttir, skipulagsfræðingur og arkitekt, verkefni þar sem skoðað var hvernig hjólreiðar gætu stuðst við notkun Borgarlínu út frá tveimur þáttum; hjólaleiðum og innviðum á stöðvum. Metnir voru ólíkir möguleikar og þeir bornir saman við lausnir í Björgvin, Noregi og Ottawa, Kanada.

Skýrsla