Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum

01.09.2023

Fréttir
A graphic design with green plant on a blue background and some texts

Auglýst er eftir umsóknum í samfélagssjóð EFLU og er umsóknarfrestur til og með 15. september. Samfélagssjóðurinn veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna sem nýtast samfélaginu.

Samfélagssjóðnum er ætlað að styrkja við verkefni á eftirtöldum sviðum:

  • Menntamál
  • Menning og listir
  • Íþrótta- og æskulýðsmál
  • Umhverfismál
  • Rannsóknir
  • Góðgerðar- og félagsmál

Hægt er að senda umsóknir í samfélagssjóðinn á vef EFLU fyrir 15. september 2023.

Öllum umsóknum verður svarað.

Sækja um í samfélagssjóð

Nánar um samfélagssjóð EFLU.