Samfélagssjóður EFLU styrkir níu verkefni

04.06.2015

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Samfélagssjóður EFLU veitti nú í júní sína sjöttu úthlutun. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins en markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og veita styrki til verðugra verkefna.

Samfélagssjóður EFLU styrkir níu verkefni

Samtals bárust 83 umsóknir að þessu sinni í alla flokka og hlutu 9 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

Verkefnin eru:

  1. UNICEF á Íslandi - vegna söfnunar til að tryggja sýrlenskum flóttabörnum í Jórdaníu menntun.
  2. Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki - vegna sumarbúða fyrir börn með sykursýki að Löngumýri í Skagafirði.
  3. Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu - vegna útivistarsvæðisins Krika við Elliðavatn.
  4. Styrktarfélag barna með einhverfu - vegna námskeiða fyrir börn með einhverfu og foreldra þeirra.
  5. Team Spark - vegna keppninnar Formula Student sem fram fer í Englandi í júlí.
  6. Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa - vegna hönnunarkeppninnar Stíls.
  7. Valdís Eyja Pálsdóttir og Eyrún Kristína Gunnarsdóttir - vegna námskeiðanna Klókir Krakkar og Klókir litlir Krakkar.
  8. Akureyrarstofa - vegna þátttöku Ævars vísindamanns í Vísindasetri Akureyrarvöku.
  9. Seyðisfjarðarkaupstaður - vegna endurútgáfu og uppfærslu bókarinnar Húsasaga Seyðisfjarðar.

Tekið er á móti umsóknum í samfélagssjóðinn allt árið um kring en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti. EFLA verkfræðistofa óskar nýjum styrkhöfum innilega til hamingju og alls hins besta í framtíðinni.