Samfélagssjóður EFLU veitir styrki til átta verkefna

08.12.2020

Fréttir
A collage of black and white images featuring various groups of people in different settings such as a team photo, individuals posing and people ice skating

Styrkhafar úr Samfélagssjóði EFLU 2020

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt styrki til átta uppbyggjandi og jákvæðra verkefna sem nýtast samfélaginu.

Markmið með styrkjum úr Samfélagssjóðnum er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Sjóðnum bárust 133 umsóknir í ár sem voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni

  • Fjölskylduhjálp Íslands

Stuðningur til kaupa á matvælum svo samtökin geti veitt nauðsynlega aðstoð til skjólstæðinga sinna

  • Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur

Stuðningur til að aðstoða þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu

  • Soroptimistaklúbbur Suðurlands

Stuðningur við að koma á fót - og reka - úrræði fyrir þolendur kynbundins ofbeldis (líkamlegs, andlegs eða kynferðislegs) á Suðurlandi

  • Ungfrú Ragnheiður - Rauði krossinn við Eyjafjörð

Stuðningur til að veita einstaklingum með vímuefnavanda heilbrigðisaðstoð og stuðning eftir hugmyndafræði skaðaminnkunar

  • Skautadeild Aspar

Stuðningur til að koma upp myndrænni skautaæfingaskrá fyrir fatlaða iðkendur til að nota á æfingum í listskautum. Æfingakerfið er byggt á kerfi Special Olympics

  • Braggaparkið

Stuðningur til að koma upp innanhússaðstöðu fyrir alla sem stunda hjólabretti, hlautahjól, línuskauta og BMX á Akureyri

  • Juraj Hubinák

Fuglarnir í Önundarfirði verða að listaverki á húsgöflum Flateyrar. Fyrirhugað er að fegra umhverfið og stuðla að fræðslu með handmáluðum myndum af öllum helstu fuglategundum á svæðinu

  • Sveitakarlinn

Stuðningur til að dreifa ull sem til fellur í ullarvinnslu, og yrði annars hent, til landgræðslu hjá Hekluskógum. Markmiðið er að ullin bindi gróður og hægji á foki

Myndir af styrkhöfum - Smelltu á örvarnar til að skoða

Við óskum forsvarsmönnum ofangreindra verkefna til hamingju með styrkinn og megi þeim vegna sem allra best. Einnig þökkum við öllum þeim sem sóttu um styrk í Samfélagssjóð EFLU og minnum á að tekið er á móti umsóknum í sjóðinn allt árið í kring.

Nánar um samfélagssjóð EFLU