Samfélagssjóður EFLU veitir úthlutun til 6 verkefna

19.12.2018

Fréttir
green plants with blurred background

Samfélagssjóður EFLU veitir styrki til góðra verkefna samfélaginu til heilla.

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt sína tólftu úthlutun. Að þessu sinni bárust 76 umsóknir og hlutu 6 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni eru

  • Skátafélagið Mosverjar

Uppbygging á aðstöðu og búnaði skátafélagsins

  • Ástráður - kynfræðslufélag læknanema

Fjármögnun forvarnarstarfs í kynheilbrigði

  • Fjölskylduhjálp Íslands

Mataraðstoð

  • Lionsklúbburinn Hængur

Kaup á plöntum, áburði og áhöldum vegna skógræktar

  • Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Fræðsla um eldvarnir fyrir nemendur í 3. bekk í grunnskólum landsins

  • Women Political Leader Forum

Heimsþing kvenleiðtoga í stjórnmálum

Við óskum forsvarsmönnum ofangreindra verkefna til hamingju með styrkinn og megi þeim vegna sem allra best. Einnig þökkum við öllum þeim sem sóttu um styrk í samfélagssjóð EFLU og minnum á að tekið er á móti umsóknum í sjóðinn allt árið í kring.

Nánar um samfélagssjóð EFLU