Samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog

29.01.2020

Fréttir
A collage of few photos featuring different perspectives of modern bridges, showcasing architectural design and engineering

EFLA har gjennomført prosjekteringsarbeider på mer enn 50 eksisterende brukonstruksjoner siden 2014.

Teymi EFLU og Studio Granda hefur verið valið sem eitt af sex teymum sem taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog, milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness. Brúin mun þjóna almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum og gegna lykilhlutverki í 1. áfanga Borgarlínu.

EFLA og Studio Granda mynda eina íslenska teymið sem komst í gegnum forval á vegum Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Alls tóku 17 teymi þátt í forvalinu. Í hinum teymunum er að finna mörg af virtustu fyrirtækjum í Evrópu á sviði brúarverkfræði og arkitektúrs.

Fjölbreytt brúarverkefni

Á EFLU starfar hópur verkfræðinga sem síðustu ár hefur sérhæft sig í fjölbreyttum brúarverkefnum á Íslandi og í Noregi. Samstarf EFLU og Studio Granda í brúarhönnun hefur verið farsælt og skilað mörgum vel heppnuðum mannvirkjum. Nægir þar að nefna göngubrýr yfir Hringbraut og Njarðargötu, yfir Úlfarsá og yfir Reykjanesbraut, bæði við Stekkjarbakka og í Hafnarfirði. Auk þess hefur teymið síðustu ár hannað göngu- og hjólabrýr sem byggðar hafa verið í Noregi.

Gert er ráð fyrir að niðurstaða í hönnunarsamkeppninni liggi fyrir í maí.

Nokkur verkefni EFLU á sviði brúarhönnunar