Samningur um endurskoðun aðalskipulags

23.10.2019

Fréttir
Two men shaking hands, holding documents

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, og Gísli Gíslason, svæðisstjóri EFLU á Suðurlandi.

EFLA hefur nýlega gert samkomulag við fjögur sveitarfélög á Suður- og Vesturlandi um endurskoðun aðalskipulags. Þetta eru sveitarfélögin Árborg, Hvalfjarðarsveit, Rangárþing eystra og Ásahreppur.

Samningur um endurskoðun aðalskipulags

Þegar sveitarfélög semja um ráðgjöf vegna skipulagsmála vegur reynslan þungt í slíkri vinnu. Innan raða EFLU býr mikil reynsla og þekking í skipulagsmálum. Sérfræðingar fyrirtækisins hafa komið að fjölmörgum slíkum verkefnum víða um landið og vinna m.a. um þessar mundir að endurskoðun aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Ölfus og Seyðisfjörð.

Endurskoðun aðalskipulags tekur að jafnaði 2-3 ár og ber sveitarstjórn ábyrgð á að slík vinna fari fram reglulega. Við gerð aðalskipulags þarf að horfa til þróunar og þarfa sveitarfélagsins, byggja þarf áætlunina á skipulagslögum og fyrirliggjandi stefnu ríkis og sveitarfélaga. Stefnumörkun í aðalskipulagi tekur til landnotkunar almennt, byggðaþróunar og byggðamynsturs, samgöngu- og þjónustukerfa og umhverfismála.

Skipulagsráðgjöf fyrir sveitarfélögin verður unnin þvert á svið og starfsstöðvar EFLU og koma bæði nýjir og reyndir starfsmenn að vinnunni. Það eru því spennandi tímar framundan og ánægjulegt að taka þátt í þessum verkefnum með sveitarfélögunum og starfsfólki þeirra.