Í síðasta mánuði var undirritaður samningur um samstarf um kennslu og rannsóknir á sviði mannvirkjahönnunar milli EFLU og Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands.
Samningurinn er framhald eldri samnings frá árinu 2007.
Með samningnum kostar EFLA hluta af dósentstöðu við deildina næstu 3 árin. Gegnir Baldvin Einarsson, sviðsstjóri Rannsókna og þróunar hjá EFLU, stöðunni og kennir námskeið um hönnun stálvirkja.