Samstarfsaðilar mættu í miðbæinn á Selfossi

29.11.2024

Fréttir
Fólk í samkomu við bar undir risi.

EFLA bauð viðskiptavinum og samstarfsaðilum sínum á Suðurlandi til gleðskapar fyrir stuttu. Viðburðurinn var haldinn á Risinu í miðbæ Selfoss og var vel sóttur af heimafólki.

Drónamyndir og spurningaleikur

Starfsfólk EFLU á Suðurlandi var á staðnum auk þess að aðilar frá öðrum svæðisskrifstofum tóku þátt. Friðþór Sófus Sigmundsson, svæðisstjóri EFLU á Suðurlandi, bauð gesti velkomna í erindi sínu og sagði frá því starfi sem er unnið á skrifstofunni á Selfossi auk þess að fara yfir nokkur verkefni sem starfsfólk þar hefur komið að.

Þá hafði Anne Bruun gert spurningaleik fyrir gesti sem byggði á verkefnum EFLU og drónamyndum og -myndböndum með aðstoð starfsfólks EFLU á Suðurlandi. Leikurinn skapaði góða stemmningu og umræður á milli gesta.

Annars gafst starfsfólki EFLU á Suðurlandi tækifæri til að ræða við samstarfsaðila og viðskiptavini utan vinnunnar. Boð sem þessi eru mikilvæg til þess að þróa og styrkja tengslin og samstarfið milli þessara hópa.

Við þökkum þeim sem mættu fyrir áhugaverðar samræður og ánægjulega samveru.