Samvinna skiptir miklu máli

30.09.2022

Fréttir
A portrait of a young woman with big smile

Anna Snjólaug Valgeirsdóttir.

„Þau hafa tekið mjög vel á móti mér og hafa ávallt verið tilbúin að hjálpa mér þegar ég hef verið í vafa og svara öllum þeim spurningum sem ég hef haft, greinilegt að hér ríkir mjög góður vinnuandi,“ segir Anna Snjólaug Valgeirsdóttir sem var hluti af hópi sumarstarfsfólks EFLU.

Samvinna skiptir miklu máli

Anna Snjólaug er 25 ára Reykvíkingur sem hóf störf hjá EFLU í hlutastarfi í desember á síðasta ári og var svo hjá fyrirtækinu í sumar. „Í vor var ég aðallega að aðstoða við gerð umhverfisvöktunar- og sýnatökuskýrslna og líka við sjálfbærniráðgjöf,“ útskýrir Anna sem er stundar mastersnám í umhverfisverkfræði í Technical University of Denmark, DTU.

Ferðast eftir útskrift

Í sumar vann hún svo rannsóknarverkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. „Það sneri að því að gera samantekt á stöðu valkvæðra kolefnismarkaða og kortlagningu tækifæra á Íslandi við framleiðslu á vottuðum kolefniseiningum,“ segir Anna og bætir við að henni hafi gengið mjög vel að takasta á við þessi verkefni. „Þökk sé góðu samstarfsfólki.“

Anna Snjólaug segir að tíminn hennar hjá EFLU hafi verið góð innsýn inn í það sem koma skal. „Þessi reynsla sýndi mér hvað verkefni á verkfræðistofum geta verið rosalega fjölbreytt og hvað samvinna skiptir miklu máli til að finna lausn á verkefnum,“ segir Anna sem er þegar farin að líta til framtíðar og hvað verður eftir að námi lýkur. „Mig langar að ferðast aðeins eftir útskrift, mögulega til Suður-Ameríku eða Asíu, og svo byrja í fullri vinnu á verkfræðistofu, vonandi hjá EFLU,“ segir Anna Snjólaug að lokum.