Sáttmáli hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra

20.05.2019

Fréttir
The image includes texts with a motion blurred photo of a cyclist

Sáttmáli hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra hefur verið útbúinn til að stuðla að umferðaröryggi og koma í veg fyrir slys.

EFLA lætur sig umferðaröryggi varða og var í vinnuhóp sem útbjó hjólasáttmála um gagnkvæman skilning atvinnubílstjóra og hjólreiðafólks í umferðinni.

Sáttmáli hjólreiðafólks

Markmið sáttmálans er að auka gagnkvæman skilning og koma í veg fyrir slys þar sem mikilvægast er að tryggja öryggi allra vegfarenda. Síðastliðin ár hefur orðið mikil aukning á hjólreiðafólki í umferðinni og að sama skapi hefur hjólreiðaslysum fjölgað. Það var því orðin þörf á að stuðla að aukinni sátt og samlyndi milli ólíkra hópa í umferðinni. Sáttmálinn inniheldur því góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra.

Sáttmálinn var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, EFLU verkfræðistofu, Hjólaþjálfun, Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar og Siggi danski atvinnubílstjóri kom einnig að undirbúningi hans.

EFLA hefur mikla þekkingu á kröfum og aðstæðum hjólreiðamanna og veitir fjölþætta þjónustu á sviðinu.

The image includes texts with a motion blurred photo of a cyclist

Sáttmáli milli hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra 2

The image includes texts with a photo of a cyclist followed by a truck

Sáttmáli milli hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra 1