Forsetahjónin tóku á móti starfsfólki fyrirtækja sem hafa unnið að gerð varnargarða og sinnt annarri verndun innviða í og við Grindavík síðustu misseri.
Um 300 starfsmenn frá 50 fyrirtækjum sáu sér fært að mæta í móttöku á Bessastöðum í gær. Þar tóku forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og forsetafrú, Eliza Reid, vel á móti gestum og þökkuðu hverjum og einum fyrir þeirra framlag.
EFLA var eitt af þeim fyrirtækjum sem fengu boð en sérfræðingar EFLU hafa komið að fjölbreyttum verkefnum tengdum þeim áskorunum sem fylgt hafa eldsumbrotum á Reykjanesinu síðustu mánuði. Um tæplega 20 fulltrúar frá EFLU mættu á Bessastaði og áttu þar góða stund með forsetahjónum og öðrum gestum. Móttakan var sú síðasta hjá fráfarandi forsetahjónunum.
Starfsfólk EFLU þakkar forsetahjónunum fyrir boðið og hlýjar móttökur.

Ljósmynd: Una Sighvatsdóttir