Sérfræðingar EFLU komu að gerð nýrrar jarðvarmaspár

01.07.2022

Fréttir
A geothermal area with steam rising from the ground

Auðlindagarðurinn á Reykjanesi nýtir jarðvarma í Svartsengi í gegnum fjölbreytta þyrpingu fyrirtækja með áherslu á samnýtingu auðlindarinnar.

Teymi orkumálaráðgjafar hjá EFLU vann að nýrri jarðvarmaspá fyrir árin 2021-2060 sem Orkustofnun gaf nýlega út.

Sérfræðingar EFLU komu að gerð nýrrar jarðvarmaspár

Orkustofnun hefur gefið út nýja jarðvarmaspá fyrir 2021-2060 þar sem lagt er mat á þróun eftirspurnar eftir jarðvarma á landsvísu fram til ársins 2060. Spáin byggir á fyrirliggjandi gögnum um þróun mannfjölda, landsframleiðslu, húsrýmis og einstakra atvinnuvega þar sem jarðvarmi er nýttur.

Notkun er áætluð fyrir einstaka þætti út frá jarðhitagrunni Orkustofnunar sem byggir á gagnaskilum hitaveitna. Í skýrslunni sem finna má á vefsíðu Orkustofnunar er ítarleg umfjöllum um einstaka þætti spárinnar og forsendur.

Jarðvarmaspáin er unnin á vegum jarðvarmahóps orkuspárnefndar. Sérfræðingar EFLU á sviði orkumálaráðgjafar eru í starfshópi nefndarinnar og koma að útgáfu skýrslunnar.

Frétt Orkustofnunar

Skýrsla – Jarðvarmaspá 2021-2060_Eftirspurnarspá á landsvísu