Sex verkefni kynnt á Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

03.11.2022

Fréttir
A man standing at a podium giving speech with a big screen in the background

Magnús Arason kynnti hvernig fella má brúarverkefni að hugmyndafræði hringrásarhagkerfa.

Starfsfólk EFLU kynnti verkefni sín sem hlutu styrk úr Rannsóknasjóði.

https://www.efla.is/frettir/sex-verkefni-kynnt-a-rannsoknaradstefnu-vegagerdarinnar#:~:text=Sex%20verkefni%20kynnt%20%C3%A1%20Ranns%C3%B3knar%C3%A1%C3%B0stefnu%20Vegager%C3%B0arinnar

Árleg Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í síðustu viku. Ráðstefnan var vel sótt, þátttakendur voru um 260. Dagskráin var fjölbreytt og endurspeglar það breidd þess rannsókna- og þróunarstarfs sem styrkt er af rannsóknasjóði Vegagerðarinnar. Verkefnin falla þó undir fjóra almenna flokka sem eru: mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Á ráðstefnunni er kynntur hluti þeirra verkefna sem hljóta styrk úr Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar, en sá sjóður sér um úthlutun tilraunafjár sem samkvæmt vegalögum er um 1,5% af fjárveitingum til Vegagerðarinnar.

EFLA leggur áherslu á þátttöku í rannsóknum og nýsköpun og í ár kynntu starfsmenn EFLU sex verkefni sem fyrirtækið hefur unnið að fyrir Rannsóknarsjóð á þessu ári:

  • Guðrún María Guðjónsdóttir og Baldvin Einarsson kynntu nýja nálgun í kostnaðaráætlunum fyrir vega- og brúagerð
  • Daði Baldur Ottósson kynnti samanburð á ferðatíma Strætó og einkabílsins innan höfuðborgarsvæðisins
  • Magnús Arason kynnti hvernig fella má brúarverkefni að hugmyndafræði hringrásarhagkerfa, verkefni unnið með Arup í Hollandi
  • Daði Baldur Ottósson, Ásmundur Jóhannsson og Arna Kristjánsdóttir, kynntu greining á viðbragðstíma ökumanna, verkefni unnið með Akureyrarbæ
  • Majid Eskafi kynnti nýja og sjálfbærari nálgun í skipulagi hafna, verkefni unnið með Háskóla Íslands
  • Ragnar Gauti Hauksson og Andri Rafn Yeoman kynntu svonkallaða 2-1 vegi

Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar á þakkir skyldar fyrir gott samstarf í þessum verkefnum og á ráðstefnunni voru ræddar hugmyndir að nýjum rannsóknarefnum fyrir næstu ár.