Sjálfakandi bíll kemur til landsins

30.04.2018

Fréttir
A vehicle which appears to be a bus with a detailed illustration of buildings on it bottom half part

Nayva Arma, sjálfkeyrandi rafmagnsskutla.

Fyrsti sjálfakandi bíllinn á Íslandi verður frumsýndur á Snjallborgarráðstefnu Reykjavíkur fimmtudaginn 3.maí. EFLA hefur staðið að undirbúningi komu bílsins í samstarfi við Heklu, Smyril Line og Autonomous Mobility.

Sjálfakandi bíll kemur til landsins

Um er að ræða rafmagnsbíl, 15 manna skutlu, sem er að fullu sjálfakandi. Það felur í sér að skutlan keyrir hringleið án bílstjóra, hægir á sér og stöðvar þegar þörf er á og staðnæmist að lokum við biðstöð og hleypir farþegum inn og út.

Ráðgjöf EFLU fólst meðal annars í leiðarvali og rýni á umferðaröryggi og er litið á verkefnið sem lið í að stuðla að framgangi sjálfakandi bifreiða. EFLA er búin að vera virkur þátttakandi í snjallvæðingu og orkuskiptum samgangna og hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum innviðum og deilihagkerfinu.

Snjallborgarráðstefnan fer fram í Hörpu fimmtudaginn 3.maí og eru allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vefnum.

Nánari upplýsingar um verkefnið.