Sjávarútvegsráðstefnan 2023

31.10.2023

Fréttir
A modern building with unique patterned facade by the waterfront alongside a variety of boats including a yacht and a large ship

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 fer fram dagana 2. - 3. nóvember í Hörpu, Reykjavík. Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssvið EFLU, mun halda erindi á ráðstefnunni sem fjallar um loftlagsáhrif matvælaframleiðslu og kolefnisspor mismunandi matvæla.

Kolefnisspor matarins – hvar liggja tækifærin?

Erindi Helgu sem ber titilinn “Kolefnisspor matarins – hvar liggja tækifærin?”

fer fram í Silfurbergi fimmtudaginn 2. nóvember klukkan 15:45 og er hluti af málstofunni Upplýsingagjöf um sjálfbærni: Hvar liggja tækifærin? Sem hefst klukkan 15:15

Með erindinu verða loftslagsáhrif matvælaframleiðslu og kolefnisspor ólíkra matvæla skoðuð, ásamt því að kolefnisspor sjávarfangs verður borið saman við kolefnisspor annarra matvæla. Helga mun einnig fjalla um samsetningu kolefnisspors sjávarfangs og hvaða þættir vega þar mest.

Þjónustuvefurinn Matarspor verður auk þess kynntur, en þar er stuðst við hugbúnað sem býður mötuneytum hérlendis að reikna kolefnisspor og næringarefnainnihald máltíða sem gefur neytandanum kost á að upplýsa sig betur og velja sér máltíð útfrá kolefnisspori.

Hér er hægt að lesa sér frekar til um Matarspor þjónustuvefinn

Matarspor

Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar 2023 er að finna á vef ráðstefnunnar hér.

A portrait of a woman with a smile

Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs EFLU verður með erindi á ráðstefnunni