Sjö verkefni hljóta styrk úr Samfélagssjóði EFLU

11.06.2013

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði EFLU verkfræðistofu í fyrsta sinn.

Sjö verkefni hljóta styrk úr Samfélagssjóði EFLU

Samfélagssjóður EFLU var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins en markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða í samfélagi og veita styrki til verðugra verkefna í samfélaginu. Um 70 umsóknir bárust að þessu sinni og hlutu sjö verkefni styrki. Þau eru sem hér segir:

  • Öryggisvesti fyrir 6 ára börn
  1. Vestum dreift á alla skóla á landinu með því markmiði að auka öryggi barna í umferðinni.
  • Að EFLA ungar raddir
  1. Tónleikaröð í Kaldalóni þar sem ungum og efnilegum röddum er gefið tækifæri á að koma fram í Hörpu.
  • Júdódeild UMFN
  1. Starfið þykir áhugavert, allt er rekið í sjálfboðavinnu og börnum er boðið upp á að stunda Júdó þeim að kostnaðarlausu.
  • Kafbáturinn - nemendaverkefni í Háskólanum í Reykjavík
  1. EFLA styrkir verkefnið sem silfur styrktaraðili. Ungir starfsmenn EFLU hafa tekið þátt í að þróa verkefnið sem tengist tækni og nýsköpun.
  • Kaup á búnaði fyrir neyðarvistunarheimili
  1. Neyðarvistunarheimili fyrir börn starfrækt í Kópavogi, styrk til að kaupa reiðtygi og öryggisbúnað. Hestar eru partur af endurhæfingu og uppbyggingu skjólstæðinga.
  • GPS tæki fyrir Skátafélagið Árbúa
  1. Tækið mun nýtast skátum við að læra rötun með GPS tæki.
  • Knattspyrnulið Fjarðarbyggðar
  1. Styðja við íþróttastarf á svæðinu.

Tekið er á móti umsóknum í samfélagssjóðinn allt árið en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar ár ári, að vori og hausti ár hvert. Í valnefnd sitja 3 aðilar sem allir starfa hjá EFLU.