Sjónvarpsstöðin Hringbraut hjá EFLU

27.05.2015

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Sjónvarpsstöðin Hringbraut kom í heimsókn til okkar á EFLU í síðustu viku til að kynnast betur heimi verkfræðinnar. Af nægu er að taka og því verða sýndir tveir þættir sem fjalla um starfsemi EFLU og þau fjölbreyttu verkefni sem starfsfólk okkar hefur komið að innanlands sem utan.

Sjónvarpsstöðin Hringbraut hjá EFLU

Fyrri þáttur var frumsýndur í gærkvöldi, þar sem fjallað var m.a. um brúarsmíði, jarðgangagerð, háspennulínur, vindorku og ísgöng. Fyrir áhugasama þá má nálgast þáttinn hér.

http://www.hringbraut.is/sjonvarp/thaettir/atvinnulifid/efla-verkfraedistofa-fyrri-thattur/

Einnig bendum við á að seinni þátturinn verður sýndur Þriðjudaginn 2. júní kl 21 á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. þar verður m.a. fjallað um starfsemi EFLU á landsbyggðinni og starfstöðvar á Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði og Selfossi heimsóttar.