Sólin er sest á Norræna húsið

15.10.2015

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Traveling Sun er listrænt verkefni sem norsku listakonurnar Christine Istad og Lisa Pacini eru höfundar að. Verkefnið snýst um ferðalag skúlptúrsins SUN eða Sólin um norðrið, en Sólin hefur ferðast rúmlega 9.000 km um Noreg og England og er nú komin til Íslands.

Sólin er sest á Norræna húsið

Hugmyndin á bakvið verkefnið er að lýsa upp dimmu vetrardaganna sem geta orðið ansi langir hér í norðri. Meiri upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðu listakvennanna á http://artubeart.blogspot.is/.

Sólin mun hanga utaná Norræna húsinu í vetur en burðarþolsverkfræðingar EFLU hafa séð um að hanna festingar fyrir skúlptúrinn á húsið. Norræna húsið, sem er hannað af finnska arkitektinum Alvar Aalto og er eitt af meistaraverkum hans, er friðað og því er vandasamt verk að hengja utaná veggi þess hringlaga skúltpúr sem er 3m í þvermál. Sólin er hengd uppá veggi sem standa uppúr þakfleti hússins en þeir eru þaktir bláum flísum sem eru viðkvæmar og má ekki skaða. Þar að auki má ekki skilja eftir nein ummerki þegar Sólin er tekin niður og afmarkar það val af festingum inní vegginn.