Spennandi störf á sviði umhverfis- og skipulagsmála

28.11.2016

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Hjá EFLU verkfræðistofu vinnur eitt færasta teymi landsins í ráðgjafarþjónustu á sviði umhverfis- og skipulagsmála.

Spennandi störf á sviði umhverfis- og skipulagsmála

Sérfræðingur í mati á umhverfisáhrifum | Skipulagsfræðingur

Hjá EFLU verkfræðistofu vinnur eitt færasta teymi landsins í ráðgjafarþjónustu á sviði umhverfis- og skipulagsmála. EFLA leitar að öflugum einstaklingum til starfa, sérfræðingi / verkefnisstjóra í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og skipulagsfræðingi. Um framtíðarstörf er að ræða.

Sérfræðingur í mati á umhverfisáhrifum

Hæfniskröfur:

M.Sc. gráða á sviði náttúruvísinda eða annarra raunvísinda

Sérþekking á mati á umhverfisáhrifum framkvæmda

Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar

Reynsla í verkefnisstjórnun og þekking á landfræðilegum upplýsingakerfum

Gott vald á íslenskri tungu og færni í rituðu máli

Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Skipulagsfræðingur

Hæfniskröfur:

M.Sc. gráða í skipulagsfræði, skipulagslínu, landslagsarkitektúrs eða skipulagsarkitektúrs

Þekking á umhverfismati áætlana

Þekking á vistvænu skipulagi og skipulagsáætlanagerð æskileg

Þekking á landfræðilegum upplýsingakerfum og helstu hönnunarforritum

Gott vald á íslenskri tungu og færni í rituðu máli

Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt

Umsóknarfrestur: 10. desember 2016

Nánari upplýsingar: s: 412 6000 eða job@efla.is

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál