Sprengt í Vaðlaheiði

15.07.2013

Fréttir
Fjallendi með snjóbreiðum á Íslandi, texti þar sem stendur 'Vantar mynd'

Fyrsta formlega sprenging Vaðlaheiðarganga var 12. júlí síðastliðinn, í gangamunnanum á Svalbarðsströnd og var fulltrúi EFLU verkfræðistofu viðstaddur og tók eftirfarandi myndir á staðnum.

EFLA sá um hönnun allra rafkerfa í göngunum. Þar á meðal rafmagnsdreifingu, öryggiskerfi, fjarskiptakerfi og lýsingu.

Þá er verkeftirlit með framkvæmd Vaðlaheiðarganga í höndum EFLU í samvinnu við GeoTek og Verkfræðistofu Norðurlands.

Áætlað er að opna göngin í lok árs 2016.