Starfsfólk EFLU á Fagþingi Samorku

22.05.2024

Fréttir
Foss.

Starfsfólk tekur þátt á hinu árlega Fagþingi Samorku sem verður haldið í Hveragerði dagana 23.-24. maí. Ágústa Steinunn Loftsdóttir, Hjörtur Jóhannsson og Þröstur Thor Bragason verða með erindi á þinginuen auk þess verður kynningarbás EFLU á svæðinu.

Hreyfiafl til góðra verka

Þröstur Thor Bragason, miðlunarfræðingur hjá EFLU, verður með erindi fimmtudaginn 23. maí kl. 13:00 sem kallast Drónar í orkuverkefnum. Þar fjallar hann um nokkra þætti sem tengjast öflun og miðlun gagna með drónum og hvernig þau nýtast í orkuiðnaðinum.

Ágústa Steinunn Loftsdóttir, eðlisfræðingur hjá EFLU, verður með erindi föstudaginn 24. maí kl. 9:40 sem kallast Raforkuverð á Íslandi. Þar kynnir hún skýrslu sem EFLA gaf nýverið út um raforkuverð. Skýrslan er samantekt á gögnum sem EFLA hefur safnað um áratugaskeið um raforkuverð til heimila og fyrirtækja, ásamt samanburði við raforkuverð erlendis.

Hjörtur Jóhannsson, raforkuverkfræðingur hjá EFLU, verður með erindi föstudaginn 24. maí kl. 10:00 sem kallast Orkuöryggi á Suðurnesjum á tímum eldsumbrota. Erindið nær til tveggja þátta tengdum orkuöryggi samfélagsins á Suðurnesjum á tímum eldsumbrota á Reykjanesskaga.

Nánari upplýsingar um þátttöku EFLU á fagþinginu er að finna á vefsíðu EFLU.