Starfsstöð á Vesturlandi

19.12.2019

Fréttir
A man standing outside a building with windows that shows the interior space

Orri Jónsson fyrir utan starfsstöð EFLU á Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri.

EFLA hefur opnað skrifstofu á Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri í Borgarfirði. Starfsstöðvar EFLU eru því orðnar ellefu talsins og er opnunin liður í því að veita öfluga þjónustu á Vesturlandi.

Starfsstöð á Vesturlandi

Hjá EFLU starfa 20% starfsmanna á landsbyggðinni og er lögð mikil áhersla á að styrkja starfsemina innanlands og efla þjónustu í heimabyggð. Heilmörg tækifæri eru á Vesturlandi, bæði í Borgarbyggð og í nærliggjandi sveitarfélögum. Starfsstöðin á Hvanneyri sinnir allri almennri verkfræði- og ráðgjafaþjónustu, með sérstaka áherslu á þjónustu sem snýr að skipulagsmálum, landmælingum og kortagerð. Einnig er skrifstofan með sterkt bakland varðandi heildarþjónustu og lausnir þar sem mikil tengsl eru á milli starfsstöðva EFLU á öllu landinu.

Orri Jónsson, byggingartæknifræðingur, hefur veg og vanda að starfsstöðinni og verður fyrst um sinn eini starfsmaður hennar. Nýja skrifstofan veitir þó öðru starfsfólki EFLU hvaðanæva á landinu tækifæri til að nota aðstöðuna.

Við bjóðum Borgfirðingum og íbúum Vesturlands velkomin í kaffi á nýju starfsstöðina til skrafs og ráðagerðar.