Starfstækifæri kynnt á Austurlandi

04.09.2018

Fréttir
A road leading to a lake and houses scattered across the landscape

Frá Austurlandi.

Á Egilsstöðum var um helgina haldin náms- og atvinnulífssýningin Að heiman og heim. EFLA tók þátt í sýningunni en markmið hennar var að kynna fyrir ungu fólki fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri á Austurlandi.

Fjöldi fólks sótti sýninguna, sem fór fram laugardaginn 1. september, og fræddist um margvísleg starfstækifæri á Austurlandi. Um 50 fyrirtæki og stofnanir tóku þátt og veittu innsýn í daglega starfsemi sína. Einnig fóru fram fyrirlestrar um málefni tengd menntun og ráðleggingar veittar um hvernig megi ná starfstengdum markmiðum.

Mannauður framtíðarinnar

Auðlindir EFLU eru fólgnar í starfsfólkinu, þekkingu þeirra og reynslu og því var ánægjulegt að taka þátt í sýningunni og spjalla við mannauð framtíðarinnar. Fjölmargir litu við í kynningarbás EFLU og spjölluðu við starfsfólkið um vinnustaðinn og helstu verkefni. Margir voru áhugasamir um námsferil og bakgrunn starfsmanna en hjá EFLU á Austurlandi starfa um 20 manns með fjölbreytta þekkingu og menntun.

Félagið Ungt Austurland stóð fyrir sýningunni og er verkefnið eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Austurlands.

promotional booth with a person standing behind a red counter

Á kynningarbás EFLU var hægt að fræðast nánar um vinnustaðinn.