Stelpur í tækni

09.05.2018

Fréttir
Three girls posing with smiling faces

Hluti af hópnum, Stelpur í tækni, við eitt verkefnið sem þær leystu af hendi.

Þann 3. maí síðastliðinn tók EFLA á móti hóp ungra stúlkna úr 9. bekk í Rimaskóla í tengslum við verkefnið „Stelpur og tækni“. Verkefnið er á vegum Háskólans í Reykjavík, Ský og Samtaka iðnaðarins. Stelpum er boðið í háskólann og tæknifyrirtæki með það að markmiði að vekja áhuga þeirra á þeim ýmsu möguleikum sem eru fyrir hendi í tækninámi og störfum.

Stelpur í tækni

EFLA bauð 17 stelpur velkomnar til sín á Höfðabakkann þar sem stelpurnar fengu að kynnast konum á ólíkum sviðum innan fyrirtækisins og fræðast um hvað þær eru að fást við dags daglega. Stelpunum var einnig skipt upp í hópa og fengu þær að glíma við nokkur verkefni, m.a. reiknuðu þær sitt eigið kolefnisspor, byggðu mannvirki úr spaghettí og sykurpúðum og tengdu rafmagnskló við ljósaperu.

Við þökkum stelpunum úr 9. bekk í Rimaskóla fyrir skemmtilega stund og Háskólanum í Reykjavík fyrir flott verkefni.