Straumi hleypt á Straum

22.08.2019

Fréttir
People observing a large piece of orange machinery on top of Blue big shipping containers

Hafnarkraninn Straumur var formlega tekinn í notkun 21. ágúst hjá Eimskip.

Eimskip hefur tekið í notkun nýjan gámakrana sem hefur fengið nafnið Straumur. Kraninn er af stærstu gerð, um 90 metra hár, og mun afkastameiri en eldri kranar. EFLA sá um hönnun rafdreifingar fyrir löndunarkranann, lýsingu svæðisins og fjarskipti.

Straumi hleypt á Straum

Hafnarkraninn var formlega tekinn í notkun í gær 21. ágúst við hátíðlega athöfn í Sundahöfn. Kraninn er tengdur við háspennu, er því rafmagnsdrifinn og þar af leiðandi drifinn áfram af umhverfisvænni og endurnýtanlegri orku. Nýja nafn kranans, Straumur, stendur meðal annars fyrir sjávarstraumur, rafmagnsstraumur og straumar af vöru til og frá landinu sem er einmitt eitt af meginhlutverki gámakrana. Straumur kemur til með að þjónusta ný og stærri skip Eimskips sem eru í smíðum og getur auðveldlega afgreitt, lestað og losað gáma af stærri skala en áður.

Nýtt athafnasvæði

Eimskip er jafnframt að taka í notkun nýtt athafnasvæði í Sundahöfn þar sem meðal annars hafa verið byggðar tvær spennistöðvar þar sem há- og lágspennu er dreift um svæðið. EFLA hefur unnið í verkefninu með Eimskip og VSÓ og sá til dæmis um hönnun háspennu, lágspennu, lýsingar og fjarskipta.

Við óskum Eimskip til hamingju með nýja og öfluga hafnarkranann Straum.

A large harbor crane lifting an EIMSKIP container

Straumur er um 90 metra hár og afar öflugur hafnarkrani.