Nýverið var úthlutað úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og hlutu 11 verkefni frá EFLU styrk úr sjóðnum.
Nýsköpun og þróun er mikilvægur og sívaxandi þáttur í starfsemi EFLU og unnið er markvisst að margvíslegum rannsókna- og þróunarverkefnum á fjölbreyttum sviðum. Nýverið fékk EFLA samþykkt 11 verkefni fyrir tæplega 20 m.kr hjá rannsóknarsjóði Vegagerðinnar.
Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar
Á hverju ári auglýsir Vegagerðin eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna. Veittir eru styrkir sem fjármagnaðir eru af svonefndu tilraunafé sem er 1,5% af mörkuðum tekjum stofnunarinnar. Þetta árið fengu 66 verkefni styrk úr sjóðnum af 137 sem sóttu um.
Rannsóknarverkefni EFLU sem hlutu styrk úr sjóðnum eru af fjölbreyttum toga og taka á ólíkum viðfangsefnum en með því sameiginlega markmiði að afla nýrrar þekkingar og stuðla að aukinni gæðum vegakerfisins og samgangna á Íslandi.
EFLA er afar þakklát styrknum sem veitir verkefnunum áframhaldandi brautargengi.
Eftirtalin verkefni hlutu styrk úr sjóðnum
- Betri kostnaðaráætlanir í vegagerð
- Brýr í hringrásarhagkerfi
- Efla vöxt deilibíla á Íslandi með fjárhagslegum stuðningi
- Grænar raforkulausnir fyrir vita byggðar á efnarafölum
- Næmi veðurgilda CNOSSOS-EU
- Samsetning og uppruni svifryks á Akureyri
- Samspil þéttleika byggðar og umferðasköpunar í skipulagi
- Samþætting ferða: almenningssamgöngur og deilirafskútur
- Stauraundirstöður fyrir brýr
- Tæring á hægryðgandi stáli við íslenskar aðstæður
- Þróun á endafrágangi brúarmannvirkja til að lágmarka viðhald vega við brúarenda