Sumarstarfsfólk EFLU kvatt

27.08.2020

Fréttir
A group of young individuals posing in a modern interior space with a piano and Icelandic flags in the background

Hluti af sumarstarfsfólki EFLU 2020. Til vinstri: Sveinn Andri, Kristín, Andri Rafn, Ásmundur, Aron og Eyrún.

EFLA leggur metnað í að styðja við háskólasamfélagið, nýsköpun og þróun og ræður efnilega háskólanemendur til starfa á sumrin. Í ár voru ráðnir 12 sumarstarfsmenn sem sinntu fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.

Sumarstarfsfólk EFLU kvatt

Meðal verkefna sumarstarfsfólksins voru þrjú nýsköpunarverkefni, sem hlutu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna, ásamt öðrum viðfangsefnum á flestum markaðssviðum og starfsstöðvum EFLU.

Hjá EFLU er lögð áhersla á að veita ungu starfsfólki ráðrúm og traust til að axla ábyrgð í verkefnum undir handleiðslu reyndari starfsmanna. Útkoman verður oft á tíðum kröftug blanda þar sem unga fólkið býr yfir ferskri sýn á viðfangsefnin en öðlast jafnframt dýrmæta starfsreynslu í samvinnu við sérfræðinga.

Við þökkum sumarstarfsfólkinu okkar fyrir ánægjuleg kynni og gott samstarf í sumar. Jafnframt óskum við þeim alls hins besta í áframhaldandi námi.