Sumarstarfsfólkið kvatt

27.08.2018

Fréttir
A group of smiling individuals in front of a modern building with large window and red column

Hluti af sumarstarfsfólki EFLU, sumarið 2018.

Á hverju sumri ræður EFLA til sín efnilega og kraftmikla háskólanemendur. Að jafnaði eru ráðnir um 40 sumarstarfsmenn til starfa á flestum sviðum og starfsstöðvum fyrirtækisins.

EFLA hefur ávallt lagt áherslu á að veita ungu starfsfólki tækifæri til að axla ábyrgð í verkefnum og skapa starfsfólki sínu svigrúm til þróunar í starfi. Sumarstarfsfólkið kemur oft með skemmtilega og nýja sýn á margvísleg viðfangsefni. Eldri og reyndari starfsmenn EFLU miðla svo þekkingu sinni áfram til þeirra sem yngri eru og útkoman verður áhugaverð blanda þar sem nýjar nálganir og reynsla mætast. Innan raða EFLU eru einmitt margir sem hófu sinn starfsferil sem sumarstarfsmenn og eru nú hluti af sterku og öflugu teymi fyrirtækisins.

Áframhaldandi nám

Þegar sumri tekur að halla hefur EFLA þann háttinn á að framkvæma könnun meðal sumarstarfsmanna sinna og spyrja m.a. hvernig þeim hafi líkað í vinnunni. Það er afar ánægjulegt að allir sem tóku þátt í könnuninni í ár sögðu að þeim hafi líkað vel að starfa hjá EFLU og að þeir hafi lært af starfi sínu.

Nú þegar hausta tekur og skólar landsins teknir til starfa skiljast leiðir og snýr sumarstarfsfólkið aftur til náms. Það var ánægjulegt að kynnast þessum fjölbreytta hóp og njóta starfskrafta þeirra yfir sumartímann. Við þökkum öllu þessa duglega fólki fyrir skemmtilegt samstarf og óskum þeim góðs gengis í áframhaldandi námi.