Sumarstarfsfólkið kveður okkur

19.08.2019

Fréttir
Individuals seated in two rows, smiling and posing for the picture

Hluti af sumarstarfsfólki EFLU 2019.

Á hverju ári ræður EFLA unga og efnilega háskólanemendur í sumarstörf. Í ár voru 25 aðilar ráðnir til starfa á flestum sviðum og starfsstöðvum fyrirtækisins. Nú þegar hausta tekur kveðjum við sumarfólkið okkar og snúa þau aftur til náms.

Hjá EFLU er lögð áhersla á að veita ungu starfsfólki tækifæri til að axla ábyrgð í verkefnum. Sumarstarfsfólkið gefur oft ferska og nýja sýn á viðfangsefnin og samvinna þeirra við reynslumeiri starfsmenn skilur oft og tíðum eftir eftirtektarverðar niðurstöður.

Könnun meðal sumarstarfsmanna

Áður en sumarstarfsfólk EFLU lýkur störfum er lögð fyrir þau viðhorfskönnun og spurt er m.a. hvernig viðkomandi hafi líkað í vinnunni. Langflestir sem svöruðu könnuninni sögðu að þeim líkaði mjög vel að starfa hjá EFLU og telja sig hafa lært af starfi sínu.

Eftir ánægjuleg kynni í sumar er kominn tími fyrir sumarstarfsfólkið að snúa aftur til náms. Við þökkum þeim fyrir skemmtilegt samstarf og óskum þeim góðs gengis í áframhaldandi námi.