Sumarstarfsfólkið þakkar fyrir sig

18.08.2022

Fréttir
Seven individuals posing for a photo, against corrugated black wall backdrop

Hluti sumarstarfsfólks EFLU sumarið 2022.

Á hverju ári eru háskólanemar ráðnir inn sem sumarstarfsfólk á öll svið og allar svæðisskrifstofur EFLU. Þetta er gert til að styðja við háskólasamfélagið, nýsköpun og þróun.

Sumarstarfsfólkið þakkar fyrir sig

Meðal verkefna sumarstarfsfólksins eru nýsköpunarverkefni, sem hlutu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna, ásamt öðrum viðfangsefnum á öllum markaðssviðum og starfsstöðvum EFLU.

Sumarstarfsfólkið fær tækifæri og traust hjá EFLU til að bera ábyrgð á verkefnum undir handleiðslu reyndari starfsmanna.

Í lok síðustu viku þakkaði sumarstarfsfólkið fyrir sig með því að halda grillveislu fyrir starfsfólk EFLU. Yfir næstu vikur munum við birta viðtöl við hluta af sumarstarfsfólkinu um þeirra reynslu.