Sumarstörf 2021

11.01.2021

Fréttir
Four individuals relaxing on a sunny rooftop with seating made from pallets and cushions

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf hjá EFLU 2021.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf hjá EFLU. Leitað er að efnilegum verkfræði- eða tæknifræðinemendum með framtíðarvinnu í huga.

Sumarstörf

EFLA leitar af efnilegum, hugmyndaríkum og metnaðarfullum verkfræði- eða tæknifræðinemum í sumarstörf með framtíðarvinnu í huga. EFLA leggur áherslu á að veita ungum starfsmönnum tækifæri á að axla ábyrgð í verkefnum og þróast í starfi.

Ráðnir verða sumarstarfsmenn á öll svið (byggingar-, iðnaðar-, samfélags- og orkusvið) og svæði (höfuðborgarsvæði, Norðurland, Austurland og Suðurland).

Umsóknarfrestur er til 21. mars.

Smelltu til að lesa auglýsingu um sumarstörf 2021.