Burðarþol og öryggismál samkvæmt ráðgjöf EFLU tryggja forvitnilega leiksýningu.
Svífandi Faust
Haustið 2009 unnu ráðgjafar EFLU með leikmyndahönnuði Borgarleikhússins við uppsetningu Vesturports á leikverkinu Faust. Leikmyndin samanstendur m.a. af neti sem strengt er yfir áhorfendasal og fer leiksýning að nokkru leyti fram á netinu. Til að leikarar gætu athafnað sig þar varð að strekkja netið með því að spenna kaðla sem lágu veggja á milli og í netið. Bogadreginn ferill kaðlanna tryggði að forspennan dreifðist jafnt yfir allt netið.
Miklar öryggiskröfur eru gerðar þegar unnið er við aðstæður þar sem leikarar athafna sig í háloftunum og yfir áhorfendum. Gengið var frá köðlunum sem halda netinu uppi og veggfestingum þeirra þannig að þeir þola 200 kN tog. Það jafngildir u.þ.b. 20 tonna þunga, eða sem svarar til togafls eins hreyfils af Boeing 757 þotu. EFLA veitti ráðgjöf um val og uppsetningu mælibúnaðar til að fylgjast með að togkrafturinn væri innan öryggismarka. Auk þess sáu sérfræðingar EFLU um ráðgjöf um brunavarnir, þ.e. að kaðlar hefðu ásættanlegt brunaþol auk þess sem flóttaleiðir og reyklosun voru skipulögð.