Þjóðgarðsmiðstöð vígð á Hellissandi

27.03.2023

Fréttir
A modern building with unique angled facade, set in rugged landscape with moss covered rocks

EFLA er einn af þeim aðilum sem komu að hönnun á þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi sem var vígð föstudaginn 24. mars.

Þjóðgarðsmiðstöð vígð á Hellissandi

Það var Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, sem vígði miðstöðina ásamt Sigríði Önnu Þórðardóttur, Sigrúnu Magnúsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem öll eru fyrrum umhverfisráðherrar.

EFLA sá um brunahönnun, hljóðhönnun, hönnun burðarvirkja og grundunar, hönnun lagna- og loftræstikerfa og um matsvinnu vegna BREEAM umhverfisvottunar.

Byggingin er alls um 700 fermetrar. Framkvæmdir við þjóðgarðsmiðstöðina hófust árið 2019 og hýsir hún sýningu, skrifstofur og aðra aðstöðu Snæfellsjökulsþjóðgarðs. Húsið skiptist í þrennt; til suðurs er Jökulhöfði, sem vísar í Snæfellsjökul sem trónir yfir húsinu, til norðurs er Fiskbeinið sem vísar til fengsælla fiskimiða á svæðinu og í gegnum húsið liggur svo Þjóðvegurinn, en hægt er að ganga þvert í gegnum húsið að innan sem utan.

Þjóðgarðsmiðstöðin var hönnuð af Arkís arkitektum, sem unnu hönnunarsamkeppni árið 2006. Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir hafði umsjón með framkvæmdum.