Þjónustubygging tilnefnd til verðlauna

02.02.2021

Fréttir
A modern architectural building by the water with a backdrop of a snowy mountain landscape and a boat docked at the pier

Nýja aðstöðuhúsið sómir sér vel við höfnina á Borgarfirði Eystri. Ljósmynd Christopher Lund | www.chris.is

Í dag var tilkynnt að nýtt aðstöðuhús á Borgarfirði Eystri í Múlaþingi hafi verið tilnefnt til evrópsku arkitekúrverðlauna Mies van der Rohe. Arkitektar hússins voru Andersen & Sigurdsson og sá EFLA um verkfræðihönnun.

Þjónustubygging tilnefnd til verðlauna

Nýja þjónustubyggingin á Hafnarhólma á Borgarfirði Eystra hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir eftirtektarverða hönnun í einstöku umhverfi. Húsið sem er á þremur hæðum stendur við höfnina þar sem útsýni er til Dyrfjalla, yfir höfnina og Hafnarhólmann. Byggingunni er ætlað að vera aðstöðuhús fyrir sjómenn, heimafólk og ferðamenn og býður upp á fjölbreytta upplifun í nánum tengslum við umhverfið.

Mies van der Rohe verðlaunin

Þann 2. febrúar 2021 var tilkynnt að byggingin hafi verið tilnefnd til hinnar virtu Mies van der Rohe arkitektaverðlauna Evrópusambandsins 2022. Verðlaununum er ætlað vekja athygli á framúrskarandi evrópskri byggingarlist og varpa ljósi á margslungið hlutverk arkitektúrsins þar sem hönnun þarf taka tillit til fjölmargra samverkandi þátta. Þannig þarf að huga að byggingarverkfræði, tæknilegum, félagslegum og menningarlegum þáttum og ramma þá inn í fagurfræðileg hughrif byggingarinnar.

Í apríl næstkomandi verður tilkynnt um hver verður fyrir valinu sem handhafi Mies van der Rohe verðlaunana 2022.

Borgarfjarðarhreppur, sem nú er hluti af sveitarfélaginu Múlaþingi , var verkkaupi og sem fyrr segir voru arkitektar hússins Andersen & Sigurdsson. EFFA sá um verkfræðihönnun hússins sem fól í sér hönnun burðarvirkis, lagna- og loftræsihönnun ásamt raflagna- og lýsingarhönnun.

Hægt er að lesa nánar um verkefnið á vefnum.